Austfirskir lögreglumenn vilja endurheimta verkfallsréttinn
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. sep 2011 20:39 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Lögreglumenn á Austurlandi skora á ráðherra að ganga til samninga við
Landssamband lögreglumanna og leiðrétta laun þeirra í samræmi við aðrar
stéttir sem margar hafa náð fram betri samningnum í krafti
verkfallsréttar.
Í yfirlýsingu sem austfirskir lögreglumenn sendu frá sér eftir fund á Egilsstöðum í dag er kjaraleg staða lögreglumanna hörmuð. Skorað er á fjármála- og innanríkisráðherra að „axla sína ábyrgð og leiðrétta laun lögreglumanna.“
Lögreglumenn hafa verið samningslausir í um 300 daga. Landssamband þeirra hefur farið fram á kjarabætur í samræmi við það sem sambærilegar stéttir hafa fengið undanfarinn áratug.
„Lögreglumenn geta ekki ítrekað sætt sig við að ekki sé samið um laun lögreglumanna, sökum þess að stéttin hafi ekki verkfallsrétt. Fundurinn ályktar að það sé sjálfsögð krafa að lögreglumenn endurheimti verkfallsréttinn.“
Lögreglumenn hafa verið samningslausir í um 300 daga. Landssamband þeirra hefur farið fram á kjarabætur í samræmi við það sem sambærilegar stéttir hafa fengið undanfarinn áratug.
„Lögreglumenn geta ekki ítrekað sætt sig við að ekki sé samið um laun lögreglumanna, sökum þess að stéttin hafi ekki verkfallsrétt. Fundurinn ályktar að það sé sjálfsögð krafa að lögreglumenn endurheimti verkfallsréttinn.“