Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra

Héraðsfréttablaðið Austurglugginn auglýsir eftir ritstjóra í Morgunblaðinu í dag.  Steinunn Ásmundsdóttir núverandi ritstjóri mun samkvæmt því hætta á blaðinu 1. september næstkomandi. Í auglýsingunni segir að starfið felist í skrifum, umsjón með rituðu máli og stefnumótun, krafist er góðrar íslenskukunnáttu og sjálfstæði í starfi.  Starfsstöð ritstjóra verður á Reyðarfirði og ráðið verður í starfið frá og með 1. september.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar