„Austurland er vagga uppsjávarvinnslu á Íslandi“

„Það má ekki gleyma því að Austurland er vagga uppsjávarvinnslu á Íslandi og hér eru mörg önnur fyrirtæki í uppsjávarvinnslu,“ segir Páll Snorrason framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju um nýlegt hátækni frystihús á Eskifirði. Að austan á N4 leit við í Eskju fyrir jól.


Eskja Eskifirði er eitt af leiðandi sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, en fyrirtækið hefur kjölfesta atvinnulífs á Eskifirði í 70 ár og gera í dag út þrjú, starfrækja eina fullkomnustu fiskimjölsverksmiðju í Norður Atlantshafi og hátækni uppsjávarfrystihús.

„Í þessu húsi getum við fryst allt að 700 tonn á sólarhring sem er gríðarleg bæting frá því sem áður var. Þetta gefur félaginu mikil tækifæri, sókn inn á nýja markaði með nýjar afurðir sem þetta uppsjávarhús hefur að bjóða. Eskja hefur ávalt verið stórt og öflugt uppsjávarfyrirtæki og það var bara rökrétt skref hjá okkur að bregðast við breytingum og takast á við nýja tíma.“ segir Páll.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.