Bætt við á Mjóeyri: Fluttu tvö sumarhús yfir Fagradalinn

Tvö sumarhús hafa bæst í kost Ferðaþjónustunnar á Mjóeyri. Þau nýjustu voru flutt frá Egilsstöðum til Eskifjarðar á föstudagskvöld í lögreglufylgd.


Húsin eru smíðuð af MVA byggingaverktökum á Egilsstöðum og rúma vel eina fjölskyldu. Með þeim sem bættust í hópinn á föstudagskvöld eru orðin 10 sumarhús á Mjóeyri og þar með gistipláss fyrir ríflega 40-50 manns.

Sævar Guðjónsson sem rekur ferðaþjónustuna ásamt konu sinni Berglindi Ingvarsdóttur segir að vel sé bókað á Mjóeyrinni í sumar. „Það er þegar töluverð traffík, þess vegna erum við að bæta við.“

Eftir um klukkustundarferðalag voru húsin hífð á sinn stað og komið fyrir á grunnum. Á næstunni verður klárað að tengja þau við lagnir og innrétta. Í samtali við Austurfrétt sagði Sævar að fyrsta nóttin í nýju húsunum væri bókuð í lok maí en mögulega verði byrjað að nota þau fyrr.

Þetta var ekki fyrsta ferð húsanna þar sem annað þeirra lagði af stað og fór yfir götuna á Miðási á Egilsstöðum í miklu hvassviðri um miðjan febrúar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.