Bein útsending frá umræðum oddvita í Norðausturkjördæmi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. nóv 2024 17:55 • Uppfært 13. nóv 2024 10:44
Oddvitar framboðanna til Alþingis í Norðausturkjördæmi mætast í beinni útsendingu á RÚV og Austurfrétt. Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu.
Þættinum verður streymt á Austurfrétt en einnig má horfa á hann á RÚV2, ruv.is og hlusta á Rás 2. Gert er ráð fyrir að umræðum ljúki klukkan 20:00.
Sent er út frá Hofi á Akureyri. Umsjónarmenn eru Freyr Gígja Gunnarsson og Ólöf Rún Erlendsdóttir, fréttamenn RÚV.
Austurfrétt stendur síðan fyrir opnum framboðsfundi í Valaskjálf á Egilsstöðum fimmtudagskvöldið 21. nóvember klukkan 20:00.
Streymi en hér að neðan, en einnig má fylgjast með fundinum hér á Vimeo.