Biðst afsökunar á óskýrum ummælum á borgarafundi

Jón Björn Hákonarson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hefur beðist afsökunar á misskilningi sem ummæli hans á borgarafundi á Fáskrúðsfirði kunna að hafa valdið. Þar gagnrýndi frágang verktaka á stíg ofan við bæinn.


Umhverfismál voru íbúum á Fáskrúðsfirði efst í huga á fundinum og gagnrýndu meðal annars stíginn sem þykir grófur yfirferðar.

Á fundinum sagði Jón Björn að ekki hefði verið skilið við göngustíginn eins og gera átti og baðst afsökunar á því.

Tandraberg annaðist stíginn sem liggur frá Óseyri að gatnamótum Skólavegs við Hafnargötu. Í útboðsgögnum er gert ráð fyrir að keyrt verði óunnið efni í stíginn og var það tekið úr Dalsá með samþykki Fjarðabyggðar.

Mannvit hafði eftirlit með verkinu en Fjarðabyggð og RARIK voru verkkaupar. Í gögnum sem Austurfrétt hefur undir höndum er efnisvinnsla í stíginn samþykkt af hálfu Fjarðabyggðar og RARIK.

Austurfrétt hefur einnig undir höndum staðfestingu á niðurfellingu verktryggingar en hún er felld niður að ákveðnum tíma liðnum þegar lokaúttekt hefur farið fram þar sem staðfest er að verkið sé unnið samkvæmt verklýsingu og staðist kröfur í henni.

Tandraberg annaðist verkið og á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Í bókun segir segir að formaður bæjarráðs hafi ekki ætlað að beina ummælum sínum á íbúafundinum að verktökum eða fyrirtækjum sem ávirðing. Þau hafi átt að snúast um að sveitarfélagið þyrfti að vanda sig sem verkkaupi hverju sinni í skilgreiningu á verkum sínum.

Hann biðjist því velvirðingar á því hafi þetta misskilist og ummæli hans sýnilega ekki verið sett fram með skýrum hætti.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.