Bilaður strengur olli rafmagnsleysi

Rafmagn á að vera komið aftur alls staðar á Egilsstöðum og næsta nágrenni. Rafmagn fór af rétt fyrir klukkan þrjú og var rafmagnslaust í rúmar tuttugu mínútur.

Samkvæmt upplýsingum frá bilanavakt Rarik á Austurlandi er ástæða rafmagnsleysisins talin hafa verið bilun í rafstreng í Fellabæ. Búið er að einangra bilunin og á rafmagn því að vera komið alls staðar á aftur.

Bilunin hafði nokkuð víðtæk áhrif því rafmagnslaust varð á Egilsstöðum, í Fellabæ, Fellum og fram-Tungu. Rafmagnið fór af klukkan 14:59 og var komið á aftur 15:22 samkvæmt upplýsingum Rarik.

Úr verslun Nettó á Egilsstöðum í dag. Mynd: Hlynur Sveinsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar