Birgir ráðinn skólastjóri á Eskifirði

Birgir Jónsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, hefur verið ráðinn skólastjóri Eskifjarðarskóla frá og með næsta skólaári. Hilmar Sigurjónsson lætur þá af störfum eftir að hafa stýrt skólanum frá árinu 1996.


Birgir tók við starfi upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins um síðustu áramót en hann kenndi áður við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og var þar sviðsstjóri félags- og hugvísindasviðs 2014-16.

Hann er 32ja ára sagnfræðingur auk þess sem hann hefur lokið námi til kennsluréttinda og 80 einingum til meistaragráðu í stjórnun menntastofnana.

Í Eskifjarðarskóla eru 150 nemendur. Gerðar voru kröfur um færni í mannlegum samskiptum og metnað, kennsluréttindi í grunnskóla og viðbótarmenntun í stjórnun eða reynsla af henni talin æskileg.

Í auglýsingu segir að leitað sé að kraftmiklum leiðtoga sem hafi metnaðarfulla framtíðarsýn í skólamálum, sé tilbúinn að leiða faglegt og félagslegt starf innan skólans og stuðla að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins í Fjarðabyggð.

Fjórir aðrir sóttu um starfið, þeir voru:

Júlía Guðmundsdóttir, grunnskólakennari, Borgarnesi
Margrét Pétursdóttir, kennari og menningarstjórnandi
Sigurveig María Kjartansdóttir, grunnskólakennari, Reykjavík
Þröstur Már Pálmason, grunnskólakennari, Akureyri

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.