„Birgir var mjög stór og áberandi karakter”

Heimildamyndin Blindrahundur eftir þau Kristján Loðmfjörð og Tinnu Guðmundsdóttur á Seyðisfirði verður sýnd á RÚV í kvöld.


Myndin fjallar um myndlistarmanninn Birgi Andrésson sem sjálfur átti hús á Seyðisfirði um tíma, en hann lést árið 2007. Myndin var frumsýnd vorið 2017 og hefur hún fengið góða dóma. 

„Birgir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1955. Móðir hann lést þegar hann var aðeins þriggja ára gamall. Faðir hans var þá orðinn blindur, en það varð hann eftir hina svokölluðu „tréspýraþjóðhátíð” í Vestmannaeyjum árið 1941, en á þeirri hátíð fór tréspýri í umferð, sumir létu lífið og aðrir urðu veikir og hann missti sjónina.

Tveimur áður eftir að kona hans lést flutti hann með Birgi upp á land og giftist blindri konu. Birgir ólst því upp í heimi blindra sem hefur verið afar sérstakt, en hann var eina barnið og sjáandi einstaklingurinn sem bjó í Blindraheimilinu í Hamrahlíð um tíma,” segir Kristján.

Birgir var talinn einn af fremstu myndlistarmönnum þjóðarinnar af sinni kynslóð og er stórt nafn í íslenskri myndlistarsögu. 

„Birgir vann mikið með sína sögu í sinni listsköpun. Hann var einnig afar upptekinn af íslenskum menningararfi og vann mikið með mannlýsingar. Birgir var mjög stór og áberandi karakter. Einnig má segja að hann hafi verið mjög „íslenskur” og stutt í sveitamanninn hjá honum. Þegar maður kynntist honum sá maður hvernig hann og hans manngerð endurspeglaðist í verkunum hans og það er kannski fyrst og síðast það sem gerir hann mjög áhugaverðan.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.