Birna Jóna kastaði rúma 56 metra á Evrópumóti

Birna Jóna Sverrisdóttir, frjálsíþróttakona frá Egilsstöðum, var nokkuð frá sínu besta á Evrópumóti unglinga 18 ára og yngri, sem fram fór í Banska Bystrica í Slóvakíu í síðustu viku.

Birna Jóna kastaði þremur köstum, hið fyrsta var ógilt, það næsta 56,38 metrar og hið síðasta 56,70 metrar. Það skilaði Birna Jónu 11. sætinu í flokki 17 ára og í 21. sæti í heildarkeppninni. Birna Jóna hefur lengst kastað 58,17 metra á þessu ári.

Þær tólf sem áttu lengstu köstin fóru í úrslit en til þess að komast í þann flokk þurfti að kasta yfir 59 metra. Tvær þýskar stúlkur urðu í efstu sætunum,báðar með köstum yfir 69 metra.

Birna Jóna var ein þriggja íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er hennar þriðja alþjóðlega mót í sumar en áður hafði hún keppt á Gautaborgarleikunum í júlí og móti í Þýskalandi í maí. Þar komst hún á verðlaunapall með köstum í kringum 58 metra.

Mynd: Frjálsíþróttasamband Íslands/Hlín Guðmundsdóttir


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.