Bæjarráð Fljótsdalshéraðs sendir Norðmönnum samúðarkveðjur
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. ágú 2011 21:14 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Bæjarráð Fljótsdalshérað sendi norsku þjóðinni nýverið samúðarkveðjur vegna hryðjuverkaárásanna í Osló og Útey í lok júlí.
Bókunina er að finna fremst í fundargerð ráðsins frá 10. ágúst. Hún er svohljóðandi.
„Til vina okkar í Noregi.
Með vísan til þeirra hörmungaratburða er áttu sér stað í Osló og í Útey 23. júlí sl. vottum við íbúum Eidsvoll og norsku þjóðinni okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs.“
Því skal þó haldið til haga að árásirnar áttu sér stað föstudaginn 22. júlí, ekki þann 23. eins og missagt er í bókuninni.
„Til vina okkar í Noregi.
Með vísan til þeirra hörmungaratburða er áttu sér stað í Osló og í Útey 23. júlí sl. vottum við íbúum Eidsvoll og norsku þjóðinni okkar dýpstu samúð.
Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs.“
Því skal þó haldið til haga að árásirnar áttu sér stað föstudaginn 22. júlí, ekki þann 23. eins og missagt er í bókuninni.