Bæjarstjórnarbekkurinn í Samkaupum

Bæjarstjórnarbekkurinn sá fyrsti í röðinni var settur upp í Samkaupum á Egilsstöðum.  Á hann settust forseti bæjarstjórnar, formaður bæjarráðs og bæjarstjórinn á Fljótsdalshéraði.

baejarstjornarbekkurinn.jpgAf bekknum þeim arna svöruðu þeir fyrirspurnum gesta og gangandi er leið áttu um verslun Samkaupa á Egilsstöðum síðasta föstudagseftirmiðdag. Þetta var fyrsti fundurinn af þessu tagi sem forsvarsmenn meirihlutaflokkana á Fljótsdalshéraði ætla að halda ásamt bæjarstjóranum Birni Ingimarssyni.

,,Við erum að efna kosningaloforð" sagði Stefán Bogi Sveinsson forseti bæjarstjórnar.  Að sögn Gunnars Jónssonar bónda á Egilsstöðum og formanns bæjarráðs er þetta fyrsti fundurinn af þessu tagi ,,við reiknum með að framhald verði á fundum með þessu sniði og áhugi er fyrir að fara til fundar við fólkið úti í dreifbýlinu og vera með bekkinn á fleiri stöðum innan sveitarfélagsins".  Stefán Bogi segir það hægt með því að tengja það einhverskonar mannfagnaði í sveitunum.  Magir íbúar sveitarfélagsins komu og settust á bekkin með þeim félögum og ræddu málefni sem þeim fannst efst á baugi í sveitarfélaginu, nú eða báru upp eigin erindi sem þeir vænta lausnar á.  Góður rómur var gerður að þessari nýung yfirmanna bæjarmála á Fljótsdalshéraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar