Bjartur oddviti Samfylkingarinnar á Vopnafirði

Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og varaþingmaður, leiðir lista Samfylkingarinnar á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Flokkurinn býður þar í fyrsta sinn fram undir eigin nafni.

Í tilkynningu frá framboðinu segir að það vilji auka samstöðu á Vopnafirði.

Í öðru sæti er Björn Heiðar Sigurbjörnsson verkamaður og Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri í þriðja sæti.

Sigríður Elva var annar tveggja fulltrúa sem K-listi félagshyggju fékk kjörinn í síðustu kosningunum en Sigríður Elva sagði af sér vegna trúnaðarbrests við sveitarstjóra um mánaðarmótin nóvember/desember. Það mál átti hlut í því að upp úr samstarfi K-lista og Betra Sigtúns slitnaði.

Samfylkingin hefur ekki boðið fram í eigin nafni áður á Vopnafirði en eftir að flokkurinn varð til hefur verið framboð á staðnum undir merkjum K-lista félagshyggju.

Listinn í heild sinni:

1. Bjartur Aðalbjörnsson, leiðbeinandi og varaþingmaður
2. Björn Heiðar Sigurbjörnsson, iðnverkamaður
3. Sigríður Elva Konráðsdóttir, aðstoðarskólastjóri
4. Árný Birna Vatnsdal, framkvæmdastjóri
5. Hjörtur Davíðsson, lögreglumaður
6. Ása Sigurðardóttir, kennari
7. Silvia Windmann, dýralæknir
8. Sigurður Vopni Vatnsdal, formaður Röskvu
9. Súsanna Rafnsdóttir, húsmóðir
10. Tómas Guðjónsson, verkefnastjóri og nemi
11. Bergþóra Halla Haraldsdóttir, fiskverkakona
12. Ari Sigurjónsson, skipstjóri
13. Lárus Ármannsson, verkamaður
14. María Hrönn Halldórsdóttir, húsmóðir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.