Björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði í útkall

Í dag fór björgunarbáturinn Hafdís í sitt þriðja útkall á tveimur vikum. Klukkan 13:15 höfðu skipverjar á Eddu SU 253 samband við björgunarsveitina Geisla en þá var báturinn vélarvana úti fyrir Nýja Boða.

hafdis_edda_su253.jpgNýji Boði er úti fyrir Fáskrúðs- og Stöðvarfirði. Skipverjarnir á Eddu höfðu árangurslaust reynt að koma vél bátsins í gang. Björgunarsveitarmenn voru komnir að bátnum og búnir að koma honum í tog kl. 14:10. Heimferðin gekk vel og komu þeir með bátinn að landi kl. 17:15.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar