Björn fékk boðskortið
Stjórnendur Hörpu virðast ómeðvitað hafa blandað sér í áratuga langa og harðvítuga deilu milli Héraðs og Fjarða um hvar höfuðstaður Austurlands sé þegar þeir buðu bæjarstjóra sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs að vera viðstaddur opnun hússins á föstudagskvöld.
Samkvæmt gestalista sem fréttavefur DV birti var sveitarstjóra höfuðstaðar hvers landsfjórðungs boðið til opnunarinnar. Agl.is hefur fengið það staðfest að Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, var boðið til opnunarinnar. Á móti fer engum sögum af boðskorti Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjórar Fjarðabyggðar.
Íbúar sveitarfélaganna tveggja hafa árum saman eldað grátt silfur saman, ýmis í gamni eða alvöru, um hvar höfuðstaður Austurlands sé. Segja má að með boði sínu hafi stjórnendur hins nýja tónlistarhúss þjóðarinnar ómeðvitað tekið afstöðu í þessari deilu.