Blak: Kvennaliðið í undanúrslit bikarkeppninnar

Kvennalið Þróttar tryggði sér sæti í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki með að leggja Völsung í gærkvöldi á Húsavík. Þróttur vann einnig deildarleik liðanna um helgina.


Völsungur vann fyrstu hrinuna í gærkvöldi 25-22 en Þróttur fylgdi á eftir með þremur hrinum 14-25, 19-25 og 19-25. Dregið verður í undanúrslitum eftir viku en úrslitahátíðin sjálf verður í Laugardalshöll helgina 7. – 9. apríl.

Liðin spiluðu einnig deildarleik á sunnudag en hann vann Þróttur 2-3 eða 19-25, 26-24, 22-25, 25-18 og 5-15.

Þar með hefur liðið lokið sínum leikum í Mizuno-deildinni og ljóst að liðið verður í þriðja sæti. Mótherjarnir í undanúrslitum koma líklega úr Aftureldingu sem á þó tvo leiki eftir líkt og topplið HK.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.