Breiðdalsvík: Ekki verið landað meiru í rúm 15 ár
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. okt 2011 15:42 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Rúmlega 1300 tonnum var landað á Breiðdalsvík á seinasta fiskveiðiári. Ekki hefur meiri afli komið þar á land frá árinu 1995.
Frá þessu er greint í nýjasta fréttabréfi Breiðdalsvíkurhrepps. Þar segir að hin jákvæða þróun hafi byrjað í mars 2010 þegar fyrstu beitingavélabátarnir frá Hornafirði hafi komið þangað og afgreiðsla fyrir Fiskmarkað Suðurnesja fylgt í kjölfarið. Á annan tug báta landi nú að staðaldri á Breiðdalsvík.
Alls var landað 1326 tonnum í Breiðdalsvíkurhöfn á nýliðnu fiskveiðiári. Það er hið mesta frá fiskveiðiárinu 1994/95 þegar ríflega 1500 tonn komu þar á land. Á þeim sextán árum sem síðan eru liðin hefur aflinn aðeins einu sinni farið yfir 1000 tonn, fiskveiðiárið 2000/1.
Meðaltalið hefur verið um 500 tonn á ári en botninum var náð 2008/9 þegar aðeins 77 tonnum var landað í höfninni. Seinustu tvö ár þar á undan bárust aðeins ríflega 100 tonn á land.
Alls var landað 1326 tonnum í Breiðdalsvíkurhöfn á nýliðnu fiskveiðiári. Það er hið mesta frá fiskveiðiárinu 1994/95 þegar ríflega 1500 tonn komu þar á land. Á þeim sextán árum sem síðan eru liðin hefur aflinn aðeins einu sinni farið yfir 1000 tonn, fiskveiðiárið 2000/1.
Meðaltalið hefur verið um 500 tonn á ári en botninum var náð 2008/9 þegar aðeins 77 tonnum var landað í höfninni. Seinustu tvö ár þar á undan bárust aðeins ríflega 100 tonn á land.