Breiðdalsvík: Ekki verið landað meiru í rúm 15 ár

breiddalsvik.jpgRúmlega 1300 tonnum var landað á Breiðdalsvík á seinasta fiskveiðiári. Ekki hefur meiri afli komið þar á land frá árinu 1995.

 

Frá þessu er greint í nýjasta fréttabréfi Breiðdalsvíkurhrepps. Þar segir að hin jákvæða þróun hafi byrjað í mars 2010 þegar fyrstu beitingavélabátarnir frá  Hornafirði hafi komið þangað og afgreiðsla fyrir Fiskmarkað Suðurnesja fylgt í kjölfarið. Á annan tug báta landi nú að staðaldri á Breiðdalsvík.

Alls var landað 1326 tonnum í Breiðdalsvíkurhöfn á nýliðnu fiskveiðiári. Það er hið mesta frá fiskveiðiárinu 1994/95 þegar ríflega 1500 tonn komu þar á land. Á þeim sextán árum sem síðan eru liðin hefur aflinn aðeins einu sinni farið yfir 1000 tonn, fiskveiðiárið 2000/1.

Meðaltalið hefur verið um 500 tonn á ári en botninum var náð 2008/9 þegar aðeins 77 tonnum var landað í höfninni. Seinustu tvö ár þar á undan bárust aðeins ríflega 100 tonn á land.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.