Breytt tímasetning fundar ráðherra vegna körfuboltaleiks

Tímasetningu fundar Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hefur verið breytt frá því sem upphaflega var auglýst þar sem fundurinn rakst á við leik Hattar og Vals í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í körfuknattleik.

Fundurinn var fyrst auglýstur klukkan 20:00 á mánudagskvöld. Hann hefur nú verið færður fram til klukkan 17:15. Hann er eftir sem áður á Berjaya Hótel Héraði.

Um er að ræða fyrsta fundinn í hringferð Guðlaugs Þórs þar sem hann efnir til opins samtals um orkumál og áskoranir í þeim.

Leikur Hattar og Vals hefst klukkan 19:00 í íþróttahúsinu. Þetta er fjórði leikur liðanna í átta liða úrslitum. Rúmlega 700 manns sóttu fyrri leik liðanna fyrir rúmri viku.

„Við hlökkum til að koma austur, bæði til að funda með Austfirðingum og sjá Hött spila,“ segir Guðlaugur Þór.
 
 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar