Búast við um 200 manns í mat

Sjálfboðar Rauða krossins á Héraði hafa opnað fjöldahjálparmiðstöð í Egilsstaðaskóla þar sem björgunarsveitarmönnum sem leitað hafa að rjúpnaskyttu á Völlum síðan í gærkvöldi gefst færi á að hvíla sig og næra.


„Við höfum sett upp 30 bedda úr neyðarkerru sem er hér til staðar í fjórar skólastofur sem sofið er í,“ segir Margrét Dögg Guðgeirsdóttir Hjarðar, starfsmaður Rauða krossins.

Miðstöðin var opnuð upp úr miðnætti og voru tveir sjálfboðaliðar á vakt í nótt en fjórir tóku við vaktinni í morgun. Elda á súpu fyrir 200 manns í hádeginu.

Þá er björgunarsveitarmönnunum vísað að snögum og ofnum þar sem þeir geta þurrkað föt sín. „Þeir koma hingað þreyttir og blautir og eru fegnir að fá kaffi og snarl og geta lagt sig.“

Rjupnaskytta Rki Margret 1
Rjupnaskytta Rki Margret 2
Rjupnaskytta Rki Margret 3
Rjupnaskytta Rki Margret 4
Rjupnaskytta Rki Margret 5

 

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.