Búið að loka vegum yfir Öxi og Breiðdalsheiði
Vegirnir um Öxi og Breiðdalsheiði eru lokaðir. Þetta kemur fram á vefsíðu vegagerðarinnar.Aðeins eru 10 dagar síðan þessir vegir voru opnaðir í fyrsta sinn eftir veturinn. Var það raunar nokkuð snemma miðað við fyrri vetur.
Á vefsíðunni er áfram varað við að hreindýrahjarðir eru víða við veg og hafa m.a. sést á Fagradal, við álverið á Reyðarfirði, við Djúpavog og í Lóni. Vegfarendur er beðnir um að sýna aðgát.