Dæmdur fyrir að selja kannabis

Tvítugur karlmaður var nýverið dæmdur í héraðsdómi Austurlands fyrir sölu á kannabisefnum. Efni fundust í þremur húsleitum sem lögreglan á Austurlandi réðist í skömmu fyrir jól.


Við leit heima hjá manninum í sumar fundust rúm 60 grömm af marijúana og smáræði af tóbaksblönduðu kannabisefni. Að auki lagði lögreglan hald á vigt og kvörn og 69 þúsund krónur í reiðufé sem var ætlaður gróði af fíkniefnasölu.

Ákærði játaði brot sitt skýlaust þegar málið var þingfest. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára og að greiða 93 þúsund krónur í sakarkostnað.

Þá fann lögreglan á Austurlandi fíkniefni í þremur húsleitum skömmu fyrir jól. Viku fyrir jól fannst kannabisræktun við húsleit í Neskaupstað auk efna og tækja. Karlmaður á staðnum gekkst við að eiga allt.

Viku fyrr fannst lítilræði í húsleit sem heimilismaður játaði að eiga, í hinu tilfellinu talsvert magn. Par sem leitað var að játaði við yfirheyrslu að eiga efnin.

Öll málin teljast upplýst.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.