Discovery myndaði lunda á Borgarfirði

discovery_bfj.jpg
Tökulið frá sjónvarpsstöðinni Discovery Channel var á Borgarfirði um seinustu helgi til að mynda lunda. Upphaflega stóð til að lundinn yrði myndaður í Vestmannaeyjum en Borgarfjörðurinn þótti betri tökustaður.
 
Frá þessu er greint á borgarfjordureystri.is. Á vegum stöðvarinnar komu tvær ungar, breskar konur til Borgarfjarðar í gegnum Íslandsstofu.

Upphaflega stóð til að þær færu til Vestmannaeyja en ekki var talið að tryggt að þær næðu að mynda lunda þar.

Á vefnum segir að stelpurnar hafi ráðið sér fyrir kæti þegar þær komu út í höfn og sáu hundruðir lunda sitjandi í hólmanum.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.