Skip to main content

Discovery myndaði lunda á Borgarfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jún 2011 16:44Uppfært 08. jan 2016 19:22

discovery_bfj.jpg
Tökulið frá sjónvarpsstöðinni Discovery Channel var á Borgarfirði um seinustu helgi til að mynda lunda. Upphaflega stóð til að lundinn yrði myndaður í Vestmannaeyjum en Borgarfjörðurinn þótti betri tökustaður.
 

Frá þessu er greint á borgarfjordureystri.is. Á vegum stöðvarinnar komu tvær ungar, breskar konur til Borgarfjarðar í gegnum Íslandsstofu.

Upphaflega stóð til að þær færu til Vestmannaeyja en ekki var talið að tryggt að þær næðu að mynda lunda þar.

Á vefnum segir að stelpurnar hafi ráðið sér fyrir kæti þegar þær komu út í höfn og sáu hundruðir lunda sitjandi í hólmanum.