Orkumálinn 2024

Djúpivogur: Vilja selja eignir til að rétta við fjárhag sveitarfélagsins

djupivogur.jpgSveitarstjórn Djúpavogshrepps leitar leiða til að selja fasteignir í eigu sveitarfélagsins til að rétta við fjárhag þess. Hann hefur verið bágborinn um nokkurt skeið og eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga bæði fylgst sérstaklega með Djúpavogshreppi og aðvarað hann. Milliuppgjör sveitarfélagsins var undir væntingum.

 

Stutt er síðan eftirlitsnefndin sendi sveitarfélögum bréf þar sem ítrekað er að þau einbeiti sér að lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Rekstrar- og viðhaldskostnaður mannvirkja telst ekki þar með en hann hefur gjarnan íþyngt minni sveitarfélögum. Er því skorað á þau að losa um eignir.

Á seinasta fundi sínum fól sveitarstjórn Djúpavogshrepps sveitarstjóra að hefja undirbúning að sölu Kerhamra í Álftafirði og húsnæðis fyrrum bræðslunnar í Gleðivík. Núverandi ábúi á Kerhömrum á forkaupsrétt að býlinu en á næsta fundi verður ákveðið hversu stór hluti bræðslunnar verður seldur.

Möguleikar á sölu fleiri fasteigna voru ræddir á fundinum en sala á íbúðum í eigu Djúpavogshrepps hefur undanfarin ár sparað sveitarfélaginu „umtalsverða“ fjármuni.“

Milliuppgjör fyrir fyrstu átta mánuði ársins fyrir hreppinn er „nokkuð frá upphaflegum áætlunum.“ Fjármagnsgjöld voru hærri en ráð var fyrir gert og laun og launatengd gjöld hafa hækkað í kjölfar kjarasamninga. Tekjur voru lægri en reiknað var með og sala eigna ekki gengið eftir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.