Dæmdur fyrir að fara inn á heimili fyrrum sambýliskonu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. jún 2011 00:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni karlmann fyrir að hafa farið inn
á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og tekið þaðan ýmsan húsbúnað
sem hann taldi sig eiga.
Atvikið átti sér stað á Fáskrúðsfirði í mars á þessu ári. Maðurinn fór inn tvo daga í röð, þar af í seinna skiptið að næturlagi, þegar konan var ekki heima.
Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Refsingin var ákveðin með hliðsjón af því að maðurinn játaði brot sitt skýlaust og ásetningur hans þótti ekki sá að ógna húsráðanda.
Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Refsingin var ákveðin með hliðsjón af því að maðurinn játaði brot sitt skýlaust og ásetningur hans þótti ekki sá að ógna húsráðanda.