Dæmdur fyrir að fara inn á heimili fyrrum sambýliskonu

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gifHéraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni karlmann fyrir að hafa farið inn á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og tekið þaðan ýmsan húsbúnað sem hann taldi sig eiga.

 

Atvikið átti sér stað á Fáskrúðsfirði í mars á þessu ári. Maðurinn fór inn tvo daga í röð, þar af í seinna skiptið að næturlagi, þegar konan var ekki heima.

Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Refsingin var ákveðin með hliðsjón af því að maðurinn játaði brot sitt skýlaust og ásetningur hans þótti ekki sá að ógna húsráðanda.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.