Díoxínsýni tekin í Reyðarfirði

alcoa_dioxin.jpgNiðurstaðna úr mælingum á magni díoxíns í jarðvegi við álverið í Reyðarfirði er að vænta seinni part júnímánaðar. Sýnataka hefur staðið yfir seinustu tvær vikur víða um land í átaki Umhverfisstofnunar.

 

Í kjölfar þess að mikil díoxínmengun uppgötvaðist í nágrenni sorpbrennslustöðvarinnar Funa á Ísafirði í byrjun árs ákvað Umhverfisstofnun að rannsaka styrk díoxíns víða um land.

Gert er ráð fyrir að sýnatöku ljúki í vikunni en sýni hafa verið tekin í grennd við starfandi og aflagðar sorpbrennslur, sorpflokkunarstöð, stærstu  iðjuver/verksmiðjur, þar með talið við álverið í Reyðarfirði, á völdum svæðum fyrir árlegar opnar brennur sem og á viðmiðunarstöðum þar sem ekki er að vænta díoxín uppspretta af manna völdum.

Jóhanna Björk Weisshappel, sérfræðingur á sviði umhverfisgæða hjá stofnuninni, segir að sýni verði tekin á tveimur stöðum í nágrenni við álverið. Að auki verði tekin viðmiðunarsýni í Seyðisfirði. Niðurstaðna er að vænta í síðasta lagi 20. júní.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar