Eigendur Mógli enn ekki gripið til aðgerða vegna olíumengunar á Eskifirði

Ellefu dagar eru nú liðnir síðan Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hóf innheimtu dagssekta á fyrirtækið Móglí ehf. vegna mikillar olíumengunar á tveimur lóðum þess á Eskifirði. Enn hefur fyrirtækið í engu brugðist við.

Eins og fram kom í frétt Austurfréttar fyrir skömmu ákvað Heilbrigðiseftirlitið að beita dagsektum eftir að eigendur Móglí höfðu hundsað öll tilmæli og kröfur um úrbætur frá því í júlí síðastliðnum. Snérust kröfurnar bæði um hreinsun á olíumenguðum jarðvegi en einnig skyldi fjarlægja tvo gamla olíutanka á svæðunum og farga hið fyrsta.

Dagsektirnar nema 20 þúsund krónum á dag og samkvæmt upplýsingum frá HAUST hafa úrbætur ekki farið fram síðan þær voru teknar upp. Það þýðir að fyrirtækið skuldar nú þegar yfir 200 þúsund krónur.

Gamlir, ryðgaðir olíutankar finnast nokkuð víða enn á Austurlandi þar bæði um stærri tanka fyrirtækja að ræða sem og marga minni húsatanka í eldri húsum í fjórðungnum. Margir þeir hafa aldrei ekki verið tæmdir og í þeim mörgum getur leynst einhver olía eða olíuslikja sem getur komist í jarðveg við tæringu tankanna ellegar ef þeir fyllast eftir bleytutíð en þá flýtur sú olía sem eftir er ofan á vatninu og getið þannig lekið úr tönkunum.

Aðspurð hvort HAUST hafi framkvæmt einhvers konar heildarúttekt á þessum málum segir Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST, svo ekki vera.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.