Einn í einangrun eftir skimun í Norrænu

Einn farþegi úr Norrænu, sem kom til Seyðisfjarðar í gærmorgun, er í einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19 smit. Verið er að kanna hvort smitið sé gamalt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands. Þar segir að vísbendingar séu um að smitið sé mögulega gamalt og það sé til rannsóknar. Farþeginn er í einangrun.

Annar farþegi var einangraður í klefa sínum alla leiðina frá Hirtshals eftir að hann fékk skilaboð um að hann hefði greinst smitaður í skimun sem hann hafði áður farið í. Hann var því ekki í neinum samskiptum við aðra farþega eða áhafnarmeðlimi um borð né við komuna til landsins og fór beint til einangrunar heima hjá sér eftir komuna. Verið er að rannsaka hvort um smitið sé gamalt.

Norræna kom til Seyðisfjarðar rétt fyrir klukkan ellefu í gær. Með ferjunni komu 634 farþegar, þarf af þurftu ríflega 400 í sýnatöku en fólk sem dvalist hefur í Færeyjum eða Grænlandi í 14 daga fyrir komuna til landsins er undanþegið henni.

Rúmur þriðjungur sýnanna var tekinn um borð í ferjunni og skimunni lokið í Seyðisfjarðarhöfn. Henni lauk á 45 mínútum og gat Norræna því farið aftur klukkan 12:40.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar kemur fram að vart hafi orðið við ótta meðal íbúa yfir þeim fjölda ferðamanna sem komi inn í fjórðunginn með Norrænu. Því vill aðgerðastjórnin vekja athygli á að allir um borð frái ítarlegar leiðbeiningar um hvernig þeir skuli sér haga sér í landi, sér í lagi áður þar til niðurstöður sýnatöku liggja fyrir sem alla jafna berast innan sólarhrings eftir komu.

Í því felst meðal annars að halda hæfilegri fjarlægð frá öðru fólki og forðast nána snertingu svo sem faðmlög og bönd. Leiðbeiningarnar séu ekki ósvipaðar þeim sem Íslendingar hafi fengið meðan Covid-19 faraldurinn herji á heiminn.

Allt eigi að ganga vel ef allir gæti að eigin smitvörnum, jafnt heimafólk sem ferðafólk.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar