Eiríkur Björn næsti bæjarstjóri á Akureyri

Eiríkur Bj. Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, verður næsti bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Þetta var staðfest í morgun.

 

Kvittur hefur lengi verið á kreiki um að Eiríkur Björn tæki við stöðunni á Akureyri. Vikudagur birti hana fyrst í kringum kosningarnar 2006 og sagan fór aftur á kreik nú í vor.

Ríflega fimmtíu manns sóttu um bæjarstjórastöðuna á Akureyri. Eiríkur Björn er einnig meðal umsækjenda um bæjarstjórastöðuna í Árborg.

Á Fljótdalshéraði er unnið að ráðningu bæjarstjóra. Listi yfir umsækjendur í Fjarðabyggð verður birtur eftir fund bæjarráðs á þriðjudag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar