Eiríkur Björn næsti bæjarstjóri á Akureyri
Eiríkur Bj. Björgvinsson, fráfarandi bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, verður næsti bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Þetta var staðfest í morgun.
Kvittur hefur lengi verið á kreiki um að Eiríkur Björn tæki við stöðunni á Akureyri. Vikudagur birti hana fyrst í kringum kosningarnar 2006 og sagan fór aftur á kreik nú í vor.
Ríflega fimmtíu manns sóttu um bæjarstjórastöðuna á Akureyri. Eiríkur Björn er einnig meðal umsækjenda um bæjarstjórastöðuna í Árborg.
Á Fljótdalshéraði er unnið að ráðningu bæjarstjóra. Listi yfir umsækjendur í Fjarðabyggð verður birtur eftir fund bæjarráðs á þriðjudag.