Ekkert nýtt smit

Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist á Austurlandi í gær. Tveir einstaklingar í viðbót bættust hins vegar við í sóttkví.


Þetta kemur fram í tölum frá almannavörnum á Covid.is. Alls greindust fjögur ný smit á landsvísu en ekkert þeirra var eystra.

Smitrakningu er lokið vegna smits sem greindist í fjórðungnum á þriðjudag. Einn er í einangrun með virkt smit.

Alls eru ellefu í sóttkví, tveimur fleiri en í gær.

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í morgun. Einn farþegi hennar greindist jákvæður við landamæraskimun. Hann fer í mótefnamælingu í dag og verður í einangrun uns niðurstöður hennar liggja fyrir.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi er fólk hvatt til að gæta að sóttvörnum vegna fjölgunar smita á landinu síðusut daga. Mikilvægt sé að hver einstaklingur sýni ábyrgð sem aldrei fyrr, haldi í þær persónulegu sóttvarnir sem enn eru við lýði, svo sem tveggja metra regluna, handþvott og spritt. Þá er fólk beðið að vera vakandi fyrir einkennum smita og fara í skimun ef svo svo ber undir.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.