Ekkert nýtt smit

Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Fækkun er á þeim sem eru í sóttkví á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands.

Alls hafa átta einstaklingar greinst með smit í fjórðungnum, allir á Fljótsdalshéraði. Þremur er batnað en fimm eru enn í einangrun.

Í sóttkví eru 23 og hefur þeim fækkað um fimm frá í gær.

Í gær komu loks niðurstöður úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands meðal almennings á Austurlandi. Tekin voru 1415 sýni og reyndist ekkert þeirra jákvætt.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar