Eldur í Bakaríinu í Fellabæ

Eldur kviknaði í Fellabakaríi snemma í morgun. Slökkviliðið var kallað út klukkan 7:00 í morgun.  Slökkvuliðið náði fljótt tökum á eldinum. Engin slys urðu á fólki. eldur_bakari.jpg Slökkvistarf tók um tvo klukkutíma.  Eldurinn virðst hafa kviknað á efri hæð bakaríisins þar sem skrifstofur fyritækisins eru til húsa.  Skemmdir urðu mestar á efri hæðinni, þar brann flest sem brunnið gat og logaði um tíma upp úr fjórum þakgluggum sem eru á skrifsofuhlutanum.  Skemmdir urðu minni á neðri hæð hússins, nánast engar af völdum elds en miklar völdum reyks, sóts og vatns.  Slökkvistarfi lauk að mestu uppúr klukkan níu í morgun.  Eldsupptök eru ókunn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar