Elísabet Jökuls skilaði inn meðmælendalistunum

Elísabet Jökulsdóttir skilaði inn meðmælendalistum til forsetaframboðs úr Austfirðingafjórðungi hjá sýslumanni í gær. Þar með ætti forsetaframboð hennar að teljast gilt.


Yfirkjörstjórnir hafa undanfarna viku kallað inn og farið yfir meðmælendalista forsetaefna. Yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis kom saman á þriðjudag og þá hafði Elísabet ekki safnað nógu mörgum undirskriftum á svæðinu.

Elísabet kom austur í fyrrakvöld eftir að hafa verið á Akureyri til að safna undirskriftum. Hún náði tilskildum fjölda ríflega sextíu talsins og skilaði inn hjá sýslumanni á þriðja tímanum í gær.

Meðmælendalistinn að austan var forsenda þess að Elísabet gæti boðið sig fram til forseta. Á Facebook-síðu hennar er staðfest að hún hafi náð tilskyldum fjölda í öllum kjördæmum.

Frambjóðendur hafa frest til miðnættis í kvöld til að skila inn gögnum til framboðs. Í þeim felst samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda og vottorð viðkomandi yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningarbærir.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.