Ellefu starfsmerki og eitt silfurmerki afhent á UÍA þinginu

Alls voru ellefu einstaklingar sæmdir starfsmerkjum á 67. þingi UÍA sem haldið var á Reyðarfirði um helgina, átta þeirra hlutu starfsmerki UÍA og þrír starfsmerki UMFÍ.



Á vef UÍA segir að einstaklingarnir átta sem sæmdir voru starfsmerki UÍA að þessu sinni hafi allir starfað dyggilega fyrir Ungmennafélagið Val á Reyðarfirði árum saman.

Þetta eru þau Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Guðrún Linda Hilmarsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, Jóhann Eðvald Benediktsson, Helga Benjamínsdóttir, Sigurbjörg Bóasdóttir og Guðjón Magnússon.

Fyrir þingið höfðu aðeins fjórir Reyðfirðingar hlotið starfsmerkið, þau Aðalsteinn Eiríksson Ásgeir Metúsalemsson, Þóroddur Helgason og Sigurbjörg Hjaltadóttir.

Hér má lesa nánar um rökstuðning valnefndar.

 

uia thing 2017 0069 web

Þau Þóroddur Helgason og Sigurbjörg Hjaltadóttir frá Val á Reyðarfirði og Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, hlutu starfsmerki Ungmennafélags Íslands á þinginu. Það voru Örn Guðnason, varaformaður UMFÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sem afhentu merkin.

Hér má lesa nánar um rökstuðning valnefndar.

 

Auk þessa var Benedikt Jóhannsson, fyrrum formaður Austra á Eskifirði, sæmdur silfurmerki Íþrótta- og Ólympíusambandsins Íslands fyrir störf sín í þágu íþrótta á Austurlandi.Benedikt lét nýverið af störfum sem formaður Austra sem hann hafið gegnt í áratugi. Benedikt hefur starfað mikið í kringum knattspyrnuna á Eskifirði og Fjarðabyggð og meðal annars verið í stjórn Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar. Hann var um tíma í stjórn UÍA og hefur setið í íþróttanefnd Fjarðabyggðar. Hafsteinn Pálsson, stjórnarmaður ÍSÍ, sæmdi Benedikt merkinu.

uia thing 2017 0071 web

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.