Engar kosningar kærðar

Úrslit austfirsku sveitarstjórnarkosninganna hafa verið staðfest. Engar kærur bárust yfirvöldum áður en kærufrestur rann út. Lítið var um útstrikanir á Vopnafirði.

 

kjorkassinn_innsigladur.jpgKærufrestur eru sjö dagar frá því að úrslitum kosninga er lýst. Inger L. Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði og settur sýslumaður í kosningamálum sýslumannsins á Seyðisfirði, sagði í samtali við Agl.is að engar kærur hefðu borist.

Úrslitin teljast því staðfest.

Á Vopnafirði voru tólf útstrikanir sem dreifðust á öll framboðin fjögur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.