Engin vegagerð í Berufirði meðan beðið er eftir svari Skipulagsstofnunar

Vegagerðin hefur óskað eftir að Skipulagsstofnun skoði hvort rétt sé að breytingar sem hafa orðið á framkvæmdum við nýjan veg yfir Berufjörð skuli fara í umhverfismat. Vegagerðin er í bið á meðan.

Hreppsnefnd Djúpavogshrepps hafnaði á fundi sínum í síðustu viku ósk Vegagerðarinnar um að fá að taka meira efni úr námi í Svartagilslæk í norðanverðum Berufirði. Þegar hefði verið tekið meira efni en heimilt var.

Jafnframt kvað hreppsnefndin upp úr að allri efnistöku skyldi hætt strax og leitað yrði álits Skipulagsstofnunar.

Í svari Vegagerðarinnar við fyrirspurn Austurfréttar segir að næstu skref séu að hafa samband við Umhverfisstofnun. Verkið sé í bið á meðan og Héraðsverk að flytja tæki af verkstað.

Ástæðan fyrir efnisnotkuninni er mikið sig í veginum yfir fjörðinn. Sigið varð meðal annars til þess að ekki var hægt að opna veginn í síðasta mánuði eins og til stóð.

Í svari Vegagerðarinnar segir að verkinu sé að mestu lokið fyrir utan stuttan sigkafla og vonast að sigið sé á undanhaldi þannig að hægt verði að opna veginn í vor.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.