Er skattaumhverfi á Íslandi alger frumskógur?

„Ýmsar breytingar hafa orðið á skattalögunum á síðastliðnu ári, þar með talið í tengslum við ferðaþjónustu,“ segir Magnús Jónsson, hluthafi hjá KPMG á austurlandi, sem stendur fyrir árlegum skattafróðleik á Egilsstöðum á morgun.


Fundurinn verður haldinn á Hótel Héraði á morgun og er öllum opinn án endurgjalds. „Við tökum hefðbundna umfjöllum varðandi þær breytingar sem orðið hafa á skattalögum og það sem efst er á baugi þeim efnum. Ný ríkisstjórn hefur boðað ýmsar breytingar og við fjöllum aðeins um þær. Við fjöllum einnig um hvernig skatteftirlit hefur verið að breytast í löndunum í kringum okkur og spáum í hvaða áhrif tækniþróunar verða á skatteftirlit til framtíðar. Ný löggjöf samfara nýrri tækni er að gjörbylta skatteftirliti og skattálagningu,“ segir Magnús.

 

Fundurinn gagnast öllum

Aðspurður hvort fundurinn gagnist öllum eða aðallega þeim sem eru í fyrirtækjarekstri segir Magnús; „Til dæmis verða málefni tengd ferðaþjónustu til umfjöllunar en þau hafa verið mikið í umræðunni, ekki síst þær áskoranir sem eru uppi tengd afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu. Þá verður umfjöllun um skattlagningu á húsaleigutekjum einstaklinga en algengt er að fólk sé með eignirnar sínar í Airbnb eða annars konar útleigu og það umhverfi hefur reynst mörgun alger frumskógur. Ég myndi því segja að fundurinn væri gagnlegur fyrir alla, þó svo að reynsla undanfarinna ára sé að áhugi fólks úr úr atvinnulífinu sé mestur. Menn eru ánægðir með framtakið og sjá kosti þess að geta kynnt sér allar breytingar á einu bretti og jafnvel spurt sérfræðingana beint.“ 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.