Eydís leiðir Fjarðalistann

Fjarðalistinn, listi félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, varð í gærkvöldi fyrsta austfirska framboðið til að kynna frambjóðendur sína fyrir sveitastjórnarkosningarnar í lok maí. Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi, leiðir listann.

Fjarðalistinn á í dag þrjá bæjarfulltrúa en Elvar Jónsson, oddviti og Esther Ösp Gunnarsdóttir, sem var í þriðja sæti, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn. Esther er hins vegar á listanum.

Fjarðalistinn hélt félagsfund í Neskaupstað í gærkvöldi þar sem tillage uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða. Á listanum eru átta konur og tíu karlar.

Listann skipa:
1. Eydís Ásbjörnsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Sigurður Ólafsson, verkefnastjóri hjá Síldarvinnslunni
3. Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, umsjónarkennari
4. Einar Már Sigurðarson, skólastjóri
5. Birta Sæmundsdóttir, leiðbeinandi
6. Magni Þór Harðarson, ráðgjafi
7. Valdimar Másson, tónlistarmaður
8. Esther Ösp Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi
9. Ævar Ármannsson, húsasmíðameistari
10. Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, stuðningsfulltrúi
11. Birgir Jónsson, skólastjóri
12. Wala Abu Libdeh, leiðbeinandi
13. Sigurður Borgar Arnaldsson, ölgerðarmaður
14. Elías Jónsson, stóriðjutæknir
15. Kamma Dögg Gísladóttir, umhverfisskipulagsfræðingur
16. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri
17. Almar Blær Sigurjónsson, leiklistarnemi
18. Steinunn Aðalsteinsdóttir, fv. kennsluráðgjafi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.