Fámennt á mótmælum Fellbæinga

Messufall varð á boðuðum mótmælum íbúa í Fellabæjar við skrifstofur sveitarfélagsins Múlaþings í gær.


Eins og Austurfrétt greindi frá í gær stóð til að mótmæla hugmyndum um að Fellabær muni á næstunni sameinast Fljótsdalshreppi.

Þegar tíðindamaður Austurfréttar átti leið framhjá skrifstofunum klukkan 14:00 var þar „ekki nokkur kjaftur“.

Virðist því sem mikil ánægja sé með hugmyndirnar meðal Fellbæinga, jafnvel gegnheill stuðningur og meira að segja þeim sem boðuðu til mótmælanna hafi snúist hugur.

Líklegra er þó að hversu vel sem fólki líkaði hugmyndin hafi það því miður gert sér grein fyrir að fréttin var aprílgabb.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.