Fimmtungur Fljótsdælinga erlendir ríkisborgarar

Fimmtungur íbúa Fljótsdalshrepps er með erlent ríkisfang. Það er hæsta hlutfall á Austurlandi og með því hærra sem gerist á landinu.

Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands sem byggja á íbúaskráningu 1. desember síðastliðinn.

Af 98 íbúum Fljótsdals eru 22 erlendir, eða 22,4%. Það er tíunda hæsta hlutfallið á landinu. Hæst er það í Mýrdalshreppi, 47,3% og 33,2% í Skaftárhreppi.

Á Austurlandi er hlutfallið næst hæst í Fjarðabyggð, 16,2%, 10,9% í Múlaþingi og 8,1% á Vopnafirði. Yfir Austurland allt er hlutfallið 13,3% sem þýðir að erlendir íbúar í fjórðungnum eru 1.441 talsins, álíka margir og íbúar Neskaupstaðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.