Fjögur sóttu um starf skipulags- og byggingafulltrúa
Fjórar umsóknir bárust um stöðu skipulags- og byggingafulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar sem auglýst var laus til umsóknar í desember.Umsóknarfrestur rann út fyrir jól og hafa bæjarráð og umhverfisnefnd haft umsóknirnar til meðhöndlunar. Að því fram kemur í fundargerðum hafa verið tekin viðtöl við umsækjendur.
Þá hefur verið gengið frá tímabundnum samningi um nauðsynlega þjónustu við Fljótsdalshérað þar til nýr fulltrúi kemur til starfa.
Starfið er nýtt á bæjarskrifstofunum en samningi sem verið hefur í gildi um þjónustu frá Eflu var sagt upp á síðasta ári.
Í auglýsingu eru gerðar kröfur um nám í bygginga-, verk- eða tæknifræði á byggingasviði , reynslu af byggingamálum. Reynsla af opinberri stjórnsýslu og skjalavörslu er sögð æskileg.
Umsækjendur eru:
Ásgerður Hafdís Hafsteinsdóttir, byggingafræðingur
Berglind Björk Jónsdóttir, nemi í skipulagsfræði og hefur lokið námi í umhverfisfræði
Bragi Blumenstein, arkitekt.
Úlfar Trausti Þórðarson, byggingafræðingur.