Fjórar sóttu um stöðu skólastjóra Seyðisfjarðarskóla

Fjórar umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Seyðisfjarðarskóla sem auglýst var í apríl. Nýjum skólastjóra er ætlað að sameina grunn-, leik- og tónlistarskóla í einn.


Umsækjendur eru: Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri Seyðisfirði, Lind Völundardóttir verkefnastjóri Reykjavík, Svandís Egilsdóttir skólastjóri Borgarfirði og Þórunn Hrund Óladóttir aðstoðarskólastjóri.

Þórunn Hrund situr einnig í bæjarráði fyrir Seyðisfjarðarlistann. Hún vék sæti við afgreiðslu málsins í bæjarráði. Ráðið sér samkvæmt erindisbréfi um ráðningar í helstu stjórnunarstöður bæjarins í í bókun þess segir að „vegna stöðu hluta umsækjenda í og gagnvart stjórnsýslu kaupstaðarins“ sé lagt til að bæjarstjórn ráði í starfið.

Ráðið samþykkti hins vegar að leita til sérfræðings í starfsmanna- og ráðningarmálum til að leggja mat á hæfi umsækjenda. „Mikilvægt er að góð samstaða og traust ríki um ráðninguna,“ segir í bókuninni.

Bæjarstjórn tók afgreiðslu bæjarráðs fyrir á síðasta fundi og samþykkti að taka verkið að sér. Samkvæmt fundargerð vék Þórunn Hrund ekki þar sæti heldur sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.