Fjórir Austfirðingar á lista Pírata

Sævar Þór Halldórsson, landvörður á Teigarhorni, er efstur þeirra sem lögheimili eiga á Austurlandi á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Þrír aðrir Austfirðingar eru á listanum.

Spurningin er reyndar hversu lengi Sævar Þór, sem skipar fjórða sætið, mun teljast í hópi Austfirðinga en hann flyst ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar um næstu mánaðarmót.

Á móti skal því haldið til haga að þær Guðrún Ágústa Þórdísardóttir í öðru sæti, Hrafndís Bára Einarsdóttir í þriðja sæti og Urður Snædal, í fimmta sæti, eru annað hvort fæddar og uppaldar á Austurlandi eða hafa búið þar langdvölum.

Einar Brynjólfsson, þingmaður og fyrrverandi sögukennari, leiðir listann líkt og í kosningunum fyrir ári.

Listinn í heild sinni:

1. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður, Akureyri
2. Guðrún Ágústa Þórdísardóttir, varaþingmaður, Akureyri
3. Hrafndís Bára Einarsdóttir, viðburðarstjóri, Svalbarðseyri
4. Sævar Þór Halldórsson, landvörður, Djúpavogshrepp
5. Margrét Urður Snædal, prófarkalesari og þýðandi, Akureyri
6. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, útgefandi, Egilsstöðum
7. Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur, Akureyri
8. Gunnar Ómarsson, rafvirki, Akureyri
9. Einar Árni Friðgeirsson, starfsmaður í stóriðju, Akureyri
10. Kristrún Ýr Einarsdóttir, athafnastjóri og nemi, Húsavík
11. Hans Jónsson, öryrki, Akureyri
12. Garðar Valur Hallfreðsson, forritari, Fellabæ
13. Íris Hrönn Garðarsdóttir, starfsmaður í stóriðju, Akureyri
14. Gunnar Rafn Jónsson, læknir og ellilífeyrisþegi, Húsavík
15. Sæmundur Gunnar Ámundason, frumkvöðull, Siglufirði
16. Hugrún Jónsdóttir, öryrki, Akureyri
17. Ragnar Davíð Baldvinsson, framkvæmdastjóri, Reykjahlíð Mývatni
18. Margrét Nilsdóttir, listmálari, Akureyri
19. Martha Laxdal, þjóðfélagsfræðingur, Akureyri
20. Trausti Traustason, rafmagnsverkfræðingur, Egilsstöðum

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.