Skip to main content

Fjárhagsstaða Seyðisfjarðar rædd á íbúafund í kvöld

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. sep 2011 15:16Uppfært 08. jan 2016 19:22

seydisfjordur.jpgFjárhagsstaða Seyðisfjarðar verður rædd á íbúafundi sem bæjarstjórn kaupstaðarins hefur boðað til í kvöld. Úttektir um stöðuna verða kynntar á fundinum. Skuldir sveitarfélagsins nema 1,4 milljarði króna.

 

Frummælendur á fundinum eru tveir. Fyrstur er Sigurður Álfgeir Sigurðsson, endurskoðandi, sem kynnir rekstur og fjárhagsstöðuna eins og hún birtist í ársreikningi ársins 2010. Næstur er Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur sem kynnir úttekt á stöðu, rekstri, skipulagi og starfsemi kaupstaðarins.

Í tilkynningu bæjarstjóra segir að niðurstaða ársreikning seinasta árs hafi verið mun lakari en ráð var fyrir gert og skuldastaðan erfið. „Skuldir eru um 1,4 miljarðar sem er mjög mikið með tilliti til tekna."

Fundurinn verður í bíósal Herðubreiðar og hefst klukkan 20:00.