Flestir Mjófirðingar búnir að kjósa utankjörfundar
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 29. nóv 2024 11:29 • Uppfært 29. nóv 2024 11:29
Íbúar á Mjóafirði eru flestir, ef ekki allir, búnir að kjósa utankjörfundar fyrir Alþingiskosningarnar á morgun. Víða um Austurland eru björgunarsveitir tilbúnar að koma kjörgögnum á áfangastað ef á þarf að halda.
„Það eru flestir Mjófirðingar búnir að kjósa, en við munum engu að síður opna kjörstað,“ segir Gísli Auðbergsson, formaður kjörstjórnar í Fjarðabyggðar.
Á Mjóafirði var í vikunni skipaður sérstakur kjörstjóri í utanatkvæðagreiðslu vegna vondrar veðurspár á morgun.
Á skrifstofum Múlaþings á Borgarfirði og Djúpavogi hafa var opnunartími lengdur í dag til klukkan 14:00 til að auðvelda íbúum að kjósa utankjörfundar.
Þær upplýsingar fengust hjá kjörstjórn sveitarfélagsins að enn sé unnið eftir óbreyttri áætlun um opnun kjörstaða. Björgunarsveitir eru til taks með að koma kjörgögnum á milli staða ef á þarf að halda.