Flugið raskar áætlunum forsetaframbjóðanda

Opinn fundur Guðna Th. Jóhannessonar í Egilsstaðaskóla hefst klukkan 12 í dag en ekki klukkan 11 eins og áður var auglýst.

Ástæða seinkunarinnar er seinkun á flugi frá Reykjavík sem samkvæmt tilkynningu frá Flugfélagi Íslands er vegna kjarabaráttu flugumferðarstjóra.

Guðni mun síðar í dag vera einn frummælenda á Lúðvíksvöku, málþingi sem fer fram í Egilsbúð í Neskaupstað og haldið er til heiðurs ævi og ferli Lúðvíks Jósepssonar, alþingismanns og ráðherra til margra ára.

Málþingið hefst klukkan 15 en þar munu frummælendur auk Guðna verða Svavar Gestsson, Elín Steinarsdóttir, Helgi Seljan og Ellert B. Schram.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.