Flutningafyrirtæki rukka 30% meira fyrir flutning á Djúpavog

samskip_bill.jpgFlutningafyrirtækin Flytjandi og Landflutningar hækkuðu gjaldskrár sínar fyrir flutning um þriðjung þegar brúin yfir Múlakvísl brast. Hækkunin beinist að Djúpavogi og Höfn.

 

Landflutningar hækkuðu gjaldskrá sína í vikunni um 35% og Flytjandi um 30% fyrir flutninga til Djúpavogs og Hafnar í Hornafirði. Bæði fyrirtækin gefa þær skýringar að fara þurfi norðurleiðina til að koma vörunum á áfangastað.

Bæði fyrirtækin hækkuðu einnig gjaldið fyrir flutninga til Kirkjubæjarklausturs. Landflutningar um 17% og Flytjandi um 15%. Ástæaðn er kostnaður við umhleðslu á sendingum.

Landflutningar sendu vel búin bíl frá Egilsstöðum til að ferja vörurnar yfir ána.

Í frétt Agl.is í morgun var missagt að Landflutningar hefðu ekki hækkað gjaldskrá sína. Það er hér með leiðrétt og hlutaðeigandi beðnir afsökunar á mistökunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar