Foreldar sem ekki virða vistunartíma sektaðir

vopnafjordur.jpgTil stendur að sekta foreldra á Vopnafirði sem ekki virða vistunartíma barna sinna á leikskóla. Til stendur að afnema sveigjanlega vistunartíma á skólanum.

 

Þetta var rætt á seinasta fundi fræðslunefndar Vopnafjarðarhrepps. Til stendur að afnema sveigjanlega vistunartíma á skólanum þannig að aðeins verði hægt að vista hvert barn eins alla vikuna. Þetta er gert til að einfalda skipulag skólans.

Þá samþykkti nefndin beiðni leikskólastýru til að sekta þá foreldra sem ekki virða vistunartíma barna sinna. Aðeins verður þó sektað fyrir ítrekuð brot.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar