Fornleifafræðingar fundu hlandkopp við uppgröft
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. júl 2011 08:12 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Fornleifafræðingarnir sem vinna að því að grafa upp rústir
Skriðuklausturs ráku upp stór augu þegar þeir grófu upp hlandkopp frá fyrri
hluta tuttugustu aldar í síðustu viku. Slegið var upp veislu eins og
þegar um merkisfundi ræðir.
Hópurinn vinnur nú í jöðrum klausturrústanna. Í þeim austanverðum er bygging frá því um 1900 sem þeir þurfa að grafa í gegnum til að komast í klausturrústirnar.
„Í veggnum fundum við hvítan hlandkopp úr málmi frá síðustu öld,“ segir dr. Steinunn Kristjánsdóttir sem stýrir uppgreftrinum.
Á Klaustri er til siðs að kaupa köku til að halda upp á merkisfundi og það var gert að þessu sinni. „Það er siðurinn þegar eitthvað flott kemur upp. Sá sem finnur gripinn fær að velja kökuna.“
Á annan tug fornleifafræðinga vinnur í sumar á Skriðuklaustri. Sumarið er hið tíunda og væntanlega það seinasta í röðinni en að sögn Steinunnar „rokgengur“ uppgröfturinn.
„Í veggnum fundum við hvítan hlandkopp úr málmi frá síðustu öld,“ segir dr. Steinunn Kristjánsdóttir sem stýrir uppgreftrinum.
Á Klaustri er til siðs að kaupa köku til að halda upp á merkisfundi og það var gert að þessu sinni. „Það er siðurinn þegar eitthvað flott kemur upp. Sá sem finnur gripinn fær að velja kökuna.“
Á annan tug fornleifafræðinga vinnur í sumar á Skriðuklaustri. Sumarið er hið tíunda og væntanlega það seinasta í röðinni en að sögn Steinunnar „rokgengur“ uppgröfturinn.