Forysta Framsóknar fundaði á Egilsstöðum

xb_fundur_egs_sept11_asmundur_vigga_web.jpgÞingflokkur Framsóknarmanna fundaði um helgina á Hótel Héraði, Egilsstöðum með landstjórn Framsóknar. Um var að ræða árlegan fund þar sem farið er yfir áherslur á nýju þingi sem sett verður 1. október næstkomandi.

 

Eftir fundarhöld var haldið í heimsóknir á Fljótsdalshéraði og í Fjarðarbyggð þar sem var skoðuð atvinnuuppbygging síðustu ára en einnig ný tækifæri á sviði orkumála á Hallormsstað.

Í tilkynningu frá Framsóknarmönnum er lýst þakklæti fyrir „frábærar móttökur heimamanna sem tóku á móti þeim af miklum myndarskap hvar sem komið var við.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar