Forysta Framsóknar fundaði á Egilsstöðum
Þingflokkur Framsóknarmanna fundaði um helgina á Hótel Héraði, Egilsstöðum með landstjórn Framsóknar. Um var að ræða árlegan fund þar sem farið er yfir áherslur á nýju þingi sem sett verður 1. október næstkomandi.
Eftir fundarhöld var haldið í heimsóknir á Fljótsdalshéraði og í Fjarðarbyggð þar sem var skoðuð atvinnuuppbygging síðustu ára en einnig ný tækifæri á sviði orkumála á Hallormsstað.
Í tilkynningu frá Framsóknarmönnum er lýst þakklæti fyrir „frábærar móttökur heimamanna sem tóku á móti þeim af miklum myndarskap hvar sem komið var við.“