Fótbolti: Þrettán mörk í tveimur leikjum FHL

Þrettán mörk voru skoruð í tveimur útileikjum FHL í Lengjubikar kvenna um helgina. Liðið náði í sitt fyrsta stig í keppninni í ár.

Fyrri leikurinn um helgina var gegn Gróttu á föstudag. Honum lauk með 2-2 jafntefli og náði FHL þar með í sitt fyrsta stig í keppninni í ár.

Björg Gunnlaugsdóttir kom FHL yfir á 17. mínútu en Grótta jafnaði á 52. mínútu. Hafdís Ágústsdóttir skoraði annað markið á 60. mínútu en Grótta jafnaði aftur á 71. mínútu.

Seinni leikurinn var gegn Grindavík, sem lék á heimavelli Leiknis Reykjavík. Jafnt var í hálfleik, 2-2 en þær Grindavíkurliðið skoraði þrjú mörk fyrri hluta seinni hálfleiks. Christa Björg Andrésdóttir og Björg Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk FHL og skiptu þeim báðar milli hálfleikja.

FHL er sem stendur neðst í B-deild Lengjubikars kvenna. Önnur austfirsk lið í keppninni voru í fríi um helgina en eiga leiki um næstu helgi.

Mynd: Unnar Erlingsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar